spot_img
HomeFréttirBerkis samdi við Komarno

Berkis samdi við Komarno

 
 
Martins Berkis hefur samið við Komarno í Slóvakíu fyrir næstu leiktíð og því ljóst að kappinn leikur ekki með Íslands- og bikarmeisturum Snæfells næsta tímabil.
Komarno enduðu í sjötta sæti og féllu út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Slóvakíu í vor. Liðið ætlar sér stærri hluti á næsta ári og fylgdist eigandi liðsins sem er bandarískur með Martins í leik með Snæfell og heillaðist af kappanum.
 
 
,,Við Hólmarar kveðjum Martins með söknuði og óskum honum góðs gengis á nýjum slóðum og erum þess fullvissir að leiðir hans og Snæfells eiga eftir að liggja saman á ný í framtíðinni,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells í samtali við Karfan.is.
 
Berkis kom sterkur inn í lið Hólmara á miðju síðasta tímabili með 10,9 stig, 3,6 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Kappinn gat hrokkið í ógurlegan gír í þriggja stiga skotum og í undanúrslitum úrslitakeppninnar á síðustu leiktíð spurðu menn sig að því hvort Berkis ætti ekki að flytja lögheimili sitt í DHL-Höllina hvar hann hitti eins og berserkur í útisigrunum þremur.
 
Ljósmynd/ Berkis á góðri stundu er Snæfell sendi KR í sumarfrí í DHL-Höllinni
 
Fréttir
- Auglýsing -