Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur komist að samkomulagi við Sigmar Loga Björnsson og mun hann leika með félaginu næstu 2 árin. Sigmar spilaði síðasta tímabil með Tindastól eftir að hafa verið búsettur í Kanada undanfarin ár. Frá þessu er greint á heimasíðu Keflavíkur, www.keflavik.is
Sigmar var m.a. valinn efnilegasti leikmaðurinn á lokahófi Tindastóls eftir síðastliðna leiktíð. Sigmar á að baki 13 landsleiki með yngri landsliðum Íslands, en hann er fæddur 1990.
Ljósmynd/ Hjalti Árnason: Sigmar í leik með Tindastól gegn Keflavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á síðustu leiktíð.