ÍR-ingar eru búnir að landa Bandaríkjamanni fyrir átökin í Icleand Express deild karla á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR-inga í samtali við Karfan.is.
Leikmaðurinn heitir Kelly Beidler og kemur frá St. Mary´s háskólanum sem er 1. deildarskóli í Bandaríkjunum. Síðasta leikár var Beidler með 10,7 stig og 7,1 frákast að meðatali í leik hjá St. Mary´s skólanum.
,,Beidler getur spilað sem þristur, fjarki og gæti jafnvel leyst miðherjann í deildinni okkar,“ sagði Gunnar og kvaðst vilja hreyfanlegan stóran mann í sinn hóp og að sá leikmaður væri nú fundinn í Beidler.
Ljósmynd/ Kelly Beidler í leik með St. Mary´s skólanum.