spot_img
HomeFréttirBárður hættir hjá Fjölni: Tómas tekur við

Bárður hættir hjá Fjölni: Tómas tekur við

 
Báður Eyþórsson hefur beðist lausnar undan samningi sínum við Fjölni í Iceland Express deild karla. Samkvæmt tilkynningu frá KKD Fjölnis mun brotthvarf Bárðar vera af persónulegum ástæðum.
Í tilkynningu Fjölnismanna segir ennfremur:
Bárður hefur komið að uppbyggingu körfuboltans í Fjölni undanfarin ár með miklum ágætum, meðal annars komið liðinu upp í úrvalsdeild, skilað okkur miklum og góðum árangri, við sem komum að körfunni þökkum honum vel unnin störf á vegum Fjölnis.
 
Tómas Holton mun svo taka við þjálfun liðsins en hann er faðir Tómasar Heiðars sem leikur með liðinu.
 
Ljósmynd/ Báður lætur af störfum og Tómas Holton tekur við.
Fréttir
- Auglýsing -