Tomasz Kolodziejski var mættur á opnunardag körfuboltabúða KR og Subway en búðirnar hófust í DHL-Höllinni í Vesturbænum í gær. Von er á góðum gestum í búðirnar þessa vikuna en æfingar fara fram alla daga frá kl.17:00-20:30.
Á meðal gesta við búðirnar í gær var nýjasti liðsmaður Maryland háskólans í Bandaríkjunum, Haukur Helgi Pálsson, sem sýndi iðkendum við búðirnar öll helstu trikkin í bókinni.