spot_img
HomeFréttirDarri lánaður til Hamars

Darri lánaður til Hamars

 
 
Körfuknattleiksmaðurinn öflugi Darri Hilmarsson mun ekki leika með KR næsta vetur. Hann hefur verið lánaður til Hamars í eitt ár. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
„Hann vill fá að spila meira til að bæta sig enn frekar. Við skildum það sjónarmið og ákváðum því að lána hann í eitt ár. Við fáum hann svo enn sterkari til baka," sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR í samtali við Fréttablaðið.
 
Darri hefur oftar en ekki verið sjötti maður í KR-liðinu og átt margar magnaðar innkomur í liðið á síðustu tveimur árum.
 
Fréttablaðið/ www.visir.is  
 
Ljósmynd/ Darri Hilmarsson leikur í blómabænum á næsta tímabili.
Fréttir
- Auglýsing -