Chris Bosh og Dwayne Wade vera liðsfélagar í Miami Heat á næsta ári, en þeir félagar hafa staðfest það í samtali við fjölmiðla í dag. Þeir tveir verða lykilmenn í endurreisn Miami sem hefur ekki borið sitt barr eftir að hafa unnið meistaratilinn árið 2006.
Bosh kemur frá Toronto, en Wade hefur verið hjá Miami allan sinn feril frá árinu 2003. Ekki hefur verið gengið frá vistaskiptunum, en sá möguleiki er enn fyrir hendi að Heat fái LeBron James til liðsins, en „Kóngurinn“ mun tilkynna ákvörðun sína annað kvöld.