Það flaut blek um öll borð á Akureyri í kvöld þegar Þórsarar skrifuðu undir samning við þjálfara og leikmenn fyrir næsta vetur. Konrad Tota mun þjálfa liðið og verður Sigurður G. Sigurðsson honum til aðstoðar og þá skrifaði Ólafur Torfason undir samning og einnig var kunngert að Wesley Hsu kemur aftur. Frá þessu er grein á heimasíðu Þórs.
Tota lék með Þórsurum seinni hluta vetrar 2008-09 í Iceland Express deildinni en þjálfaði og lék með Skallagrím síðasta vetur. Sigurður er Þórsari í húð og hár en hefur þó skoðað heiminn og leikið með Keflavík og Tindastól en meiðsli hafa orðið til þess að hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og snúa sér að þjálfun.
Ólafur Torfason er að snúa heim eftir nokkur ár í Bandaríkjunum þar sem hann var í námi. Hann hefur leikið fjölmarga leiki með yngri landsliðum Íslands og verður gaman að sjá þennan stóra og sterka leikmann í baráttunni inn í teig næsta vetur.
Nánar um þetta á heimasíðu Þórs þar sem má m.a. finna viðtal við Ólaf.
Mynd: www.thorsport.is