spot_img
HomeFréttirSplitter til Spurs þrátt fyrir launalækkun

Splitter til Spurs þrátt fyrir launalækkun

 
Miðherjinn Tiago Splitter er kominn í NBA deildina til San Antonio Spurs sem völdu hann nr. 28 í nýliðavalinu árið 2007. Splitter sem á síðasta tímabili varð Spánarmeistari með Caja Laboral var einnig valinn besti leikmaður deildarinnar og úrslitakeppninnar á Spáni. Nú heldur hann til San Antonio þar sem hefðin fyrir sterka miðherja er mikil enda hafa David Robinson og Tim Duncan sett mark sitt á liðið síðustu tvo áratugina.
Vestra skrifa menn að Splitter hafi enn nægilegt svigrúm til þess að bæta á sig kjöti, gerast meiri ,,physical“ leikmaður á meðan kappinn sjálfur segir það einkenna sinn leik sem miðherja að vera fljótur upp og niður völlinn. Töluverðar vonir eru bundnar við komu Splitters til San Antonio þar sem félagið lét Ian Mahinmi fara á dögunum en hann þótti ekki standa undir væntingum.
 
Splitter lék í treyju nr. 21 á Spáni til heiðurs Tim Duncan og segist hafa alist upp við að fylgjast með Duncan. Í sinn hlut fær Splitter svo 5,8 milljónir dollara við samning sinn hjá Spurs og viðurkennir að hann þurfi að taka á sig launalækkun því Caja Laboral hefðu getað borgað betur. ,,Ef ég hefði verið áfram á Spáni hefði ég getað fengið meiri pening en mín stund í NBA deildinni er runnin upp,“ sagði Splitter og verður fróðlegt að fylgjast með sterkasta miðherja Evrópuboltans á síðasta tímabili taka á því í NBA deildinni.
 
Ljósmynd/ Tiago Splitter leikur með San Antonio Spurs á næstu leiktíð.
 
Fréttir
- Auglýsing -