Jörð titrar enn í Cleveland eftir að Lebron ákvað að söðla suður á ströndina góðu. Nú er svo komið að öllum stuðningsmönnum býðst kostur að skila inn treyjum og öðrum varningi sem merktur er Lebron til góðgerðamála.
Veitingastaðurinn "Yours truly" tekur við þessa dagana bolum, skóm, stuttbuxum, treyjum og öllum þeim varningi sem að stuðningsmenn Lebron hafa keypt og er merkt honum. Varningnum verður svo pakkað í kassa og allt "draslið" verður sent á heimilislausa í Miami borg.
"Þetta er eins og hver annar skilnaður. Maður vill skila því sem að "makinn" skilur eftir í íbúðinni" var haft eftir Beau Miller sem stendur fyrir uppátækinu. "Ég vildi bara snúa neikvæðu andrúmslofti í eitthvað jákvætt og gott.. Viðtökurnar hafa verið frábærar og eru allir að skila inn treyjunum, þá sérstaklega yngri kynslóðin." bætti Miller við.
MIller stendur einnig fyrir síðunni breakupwithlebron.com þar sem eru seldir bolir með áletruninni " It´s not us. It´s you" framan á. Hver bolur kostar 15 dollara