spot_img
HomeFréttirHamar sigurvegari Eden mótsins

Hamar sigurvegari Eden mótsins

Úrslitin í Eden mótinu urðu kunngjör í kvöld þegar síðustu leikir mótsins voru spilaðir. Þór Þorl. mætti FSu og heimamenn í Hamri mættu Haukum. Fyrirfram var búist við jöfnum leikjum og sú varð raunin meðal 1. deildarliðanna Þórs og FSu en leikur Hamars og Hauka varð ekki jafn spennandi.
 
Hamar endaði sem sigurvegari mótsins eftir góðan sigur á Haukum, FSu hafnaði í öðru sæti, Þór í því þriðja og Haukar í fjórða.
Að loknum fyrsta leikhluta í leik Þórs og FSu leiddu FSu með tveimur stigum, 17 – 19, og var allt í járnum. Í öðrum leikhluta tóku Þórsarar við sér og stálu boltanum grimmt af FSu og uppskáru auðveld stig úr sniðskotum. Þegar liðið gengu síðan til hálfleiks var Þór með átta stiga forustu, 33 – 25. Í seinni hálfleik hélt sama atburðarrásin áfram og virtist sem Fsu ætti enginn svör við stífum varnarleik Þórsara og þegar lokaleikhlutinn hófs var Þór komið með þægilega forustu, 54 – 38, og ekki gott útlit fyrir FSu. Drengirnir frá Selfossi gáfust þó ekki upp og minnkuð muninn jafn og þétt en tímin of naumur og Þór vann með sex stiga mun 63 – 57.
 
Stigahæstir hjá Þór
Emil Einarsson 21 stig
Bjarki Gylfason 14 stig
Ágúst Grétarsson 10 stig
Baldur Ragnarsson 10 stig
 
Stigahæstir hjá FSu
Orri Jónsson 17 stig
Sæmundur Valdimarssn 11 stig
Bragi Bjarnason 10 stig
Birkir Víðisson 8 stig
 
 
Seinni leikur kvöldsins var ekki næstum jafn spennandi og unnu Hamarsmenn nokkuð sannfærandi sigur á Haukum 84 – 70. Að loknum fyrsta leikhluta var Hamar komið með sex stiga forustu og í hálfleik leiddu þeir með tuttugu stigum eftir það var sigurinn aldrei í hættu og náði leikurinn ekki upp neinni spennu. Stigaskor eftir einstaka leikhluta var eftirfarandi: fyrsti leikhlut 21 – 15. annar leikhluti 48 – 28, þriðji leikhluti 64 – 48 og lokatölur 84 – 70.
 
Stigahæstir hjá Haukum
Davíð Páll Hermannsson 17 stig
Örn Sigurðsson 16 stig
Haukur Óskarsson 10 stig
Sveinn Ómar Sveinsson 8 stig
 
Stigahæstir hjá Hamri
Ragnar Nathanelsson 15 stig
Darri Hilmarsson 15 stig
Naríjus Taraskus 13 stig
Hilmar Guðjónsson 13 stig
Bjarni Rúnar Lárusson 9 stig
 
 
Lokastaða á Edenmótin
 
1 sæti Hamar 6 stig
2 sæti Fsu 2 stig
3 sæti Þór 2 stig
4 sæti Haukar 2 stig
 
Fsu, Þór og Haukar voru jöfn að stigum þannig að röð liðanna réðst af innbyrðisviðureignum hjá þeim.
 
[email protected] og Daði Steinn Arnarsson

Mynd: Ragnar Nathanelsson var stigahæstur Hamarsmanna í sigri á Haukum[email protected]

 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -