Rússar unnu Ný Sjálendinga í dag 78-56 í 16-liða úrslitum á HM í Tyrklandi í dag. Þar með er ljóst að það verða Bandaríkjamenn og Rússar sem mætast í 8-liða úrslitum en leikurinn er á fimmtudag.
Ný Sjálendingar byrjðu betur og komust í 2-9 en Rússar náðu að jafna fljótt 11-11. Fljótlega í 2. leikhluta náðu þeir svörtu 16-21 forystu en Rússarnir voru aldrei langt undan og leiddu í hálfleik 31-27.
Í þriðja leikhluta náðu Rússarnir góðum 13-0 spretti og þar með var sigurinn vís fyrir rússneska björninn. Lokatölur leiksins 78-56 Rússum í vl.
Stigahæstur hjá Rússum var Andrey Vorontsevich með 18 stig og Timofey Mozgov skoraði 16 stig.
Hjá Nýja Sjálandi var stigamaskínan Kirk Penney með 21 stig og Thomas Abercrombie setti 13.
Ljósmynd/ Vitaly Fridzon á léttu flugi í teig Ný Sjálendinga í dag.