spot_img
HomeFréttirKeflvíkingar heim án sigurs í farteskinu

Keflvíkingar heim án sigurs í farteskinu

 
Í gær luku karla- og kvennalið Keflavíkur þátttöku sinni á æfingamóti sem fram fór í Danmörku en hvorugt liðið náði að landa sigri á mótinu. Í gær lá karlaliðið gegn Svendborg Rabbits en lokatölur leiksins voru 83-71 Svendborg í vil. Valentino Maxwell gerði 22 stig fyrir Keflavík í leiknum og Hörður Axel Vilhjálmsson 14.
Kvennaliðið fór í framlengdan leik gegn Ulriken Elite, silfurliði Noregs frá síðustu leiktíð. Lokatölur reyndust 61-58 Ulriken í vild þar sem Jacqueline Adamshick var með 17 stig og 24 fráköst.. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 12 stig og tók 11 fráköst.
 
Þetta kemur fram á www.keflavik.is  
 
Ljósmynd/ Bryndís Guðmundsdóttir gerði 12 stig og tók 11 fráköst í framlengdum tapleik í Danmörku í gær.
Fréttir
- Auglýsing -