Byrjun þriðja hluta var algerlega eign KR sem keyrðu upp hraðann með Pavel Ermolinski í aðalhlutverki og léku ágætis vörn. Alls unnu þeir þennan 6 mínútna kafla 22-4 og munurinn orðinn 31 stig. Þá sögðu Keflvíkingar "hingað og ekki lengra" og fóru að leika þann körfubolta sem búast má við af því frábæra liði. Hægt og bítandi náðu þeir að vinna sig inn í leikinn með frábærri baráttu í sóknarfráköstum og hittni fyrir utan þriggja stiga línuna. Í byrjun fjórða var munurinn kominn í 19 stig og Keflvíkingar aldeilis komnir á bragðið. Hélt barátta þeirra áfram á meðan KR-ingar virtust algerlega búnir að gleyma listinni að stíga út í eigin vítateig þar sem Keflvíkingar voru einráðir á tímabili. Á endanum reyndist 31 stiga munurinn frá þriðja leikhluta full stór biti fyrir Keflvíkinga sem máttu sætta sig við fjögurra stiga ósigur í lokin.
KR hafði nauman sigur á Keflavík í æfingaleik
KR tók á móti Keflavík í meistaraflokki karla í æfingaleik í gærkvöldi. Lokatölur leiksins voru 89-85 KR í vil eftir að Keflvíkingar höfðu unnið upp stórt og myndarlegt forskot Vesturbæinga. Pavel Ermolinskij gerði 19 stig fyrir KR en hjá Keflavík var Hörður Axel Vilhjálmsson atkvæðamestur með 20 stig.
Bæði lið byrjuðu fjörlega í leiknum og léku góðan sóknarleik meðan varnarleikur var látinn sitja á hakanum. Jafnt var á flestum tölum til að byrja með en undir lok leikhlutans náðu KR-ingar að síga fram úr og voru yfir 29-23 í lok hlutans. Í öðrum leikhluta hélst ákveðið jafnvægi en KR-ingar þó skrefinu á undan og jóku muninn í 13 stig áður en flautan gall í hálfleikslok, 50-37.
Stig KR: Pavel 19, Jón Orri 15, Hreggviður 14, Brynjar 14, Finnur 13, Ólafur Már 8, Skarphéðinn 4, Ágúst 2
Stig Keflavíkur: Hörður Axel 20, Valentino 20, Elentínus 11, Siggi Þ 10, Gunnar Einars 7, Jón Nordahl 6, Andri 6, Sigmar 3, Sævar 2
Fréttir