spot_img
HomeFréttirMagnús heillar

Magnús heillar

Magnús Gunnarsson heillaði Dani upp úr skónum í gær í fyrsta leik sínum með Åbyøj gegn Næstved. Eins og karfan.is greindi frá í gær skoraði Magnús 17 stig í sigri liðisins og á heimasíðunni fullcourt.dk má finna viðtal við Magnús á ensku.

 
Í fréttinni sjálfri er Magnúsi hrósað mikið. „Í hver skipti sem Íslendingurinn kom inná klöppuðu allir áhangendur Åbyhøj og þegar hann kom við boltann óttaðist fólk það versta. Hann skaut í hvert skipti sem hann var nálægt þriggja stiga línunni – eða réttara sagt í hvert skipti sem hann var einn meter fá línunni.“ Við minnum á að Danir eru búnir að færa þriggja stiga línuna utar eins og verður gert á Íslandi næsta sumar.

„Hinn íslenski leikstjórnandi í Åbyhøj, Magnús Gunnarsson náði að setja sjálfan sig í sviðsljósið með löngum þristum og alleyhoop sendingum sem sjaldan hafa sést í dönsku deildinni.“

„Í örðum leikhluta kom hann af bekknum og á 3-4 mínútum skoraði hann 3 þrista og gaf tvær alleyhoop sendingar. Stuðningsmennirnir í Åbyhallen er búnir að eignast nýjan uppáhaldsleikmann. Ef þú hefur ekki séð hann spila, gerðu þér þá þann greiða að fara og sjá hann.“

Fréttina má finna hér og þar er einnig viðtalið við Magnús.

[email protected]

Mynd: www.fullcourt.dk

Fréttir
- Auglýsing -