Grindvíkingar hafa fengið danska leikmanninn Idu Tryggedson í sínar raðir fyrir komandi átök í Iceland Express deild kvenna. Tryggedson kemur beint úr háskólaliði TCU og er því fyrrum liðsfélagi Helenu Sverrisdóttur.
Tryggedsson er bakvörður og gerði 31 stig fyrir Grindavík í gærkvöldi þegar liðið mætti Njarðvík í æfingaleik í Ljónagryfjunni.
Njarðvíkingar höfðu nauman sigur í leiknum 82-77.
(27:17) (43 – 34) (61 – 56)
Stigahæstar:
Njarðvík: Dita Liepkalne 38, Eyrún Líf Sigurðardóttir 16 og Ína María Einarsdóttir 10.
Grindavík: Ida Tryggedson 31, Berglind Anna Magnúsdóttir 11.