Meistarakeppni KKÍ fer fram á sunnudaginn kemur þar sem Íslandsmeistarar og Bikarmeistarar karla og kvenna frá fyrra ári mætast. Leikirnir verða í íþróttahúsinu í Stykkishólmi sunnudaginn 3. október.
17:00 KR – Haukar – Meistarakeppni kvenna
19:15 Snæfell – Grindavík – Meistarakeppni karla
KKÍ hefur frá árinu 1995 látið allan ágóða af leikjum meistara meistaranna renna til góðgerðarmála. Nú í ár ákvað stjórn KKÍ að allur ágóði leikjanna þetta árið muni renna til Fjölskylduhjálpar Íslands.
Fjölskylduhjálp Íslands eru hjálparsamtök sem rekin eru að öllu leyti í sjálfboðastarfi. Hlutverkið er að reyna hjálpa öllum þeim landsmönnum sem minna mega sín, hvort sem það eru öryrkjar, atvinnulausir, einstæðar mæður eða feður, eldri borgarar, fátækar fjölskyldur eða einstæðingar. Aðstoðin er í formi úthlutunar á mat og úr lyfjasjóði og sölu á ódýrum fatnaði. Fólki á að finnast það velkomið og það sé óhrætt við að leita til Fjölskylduhjálparinnar. Á undanförnum mánuðum hafa allt að 500 fjölskyldur leitað til Fjölskylduhjálparinnar í viku hverri en á hverjum miðvikudegi fer úthlutun fram.
Hér að neðan er hægt að sjá hverjir hafa fengið ágóða af leikjunum sem og sögu keppninnar
Styrkþegar meistarakeppni KKÍ
1995 Samtök krabbameinssjúkra barna
1996 Jafningjafræðsla framhaldsskólanna
1997 Neistinn – styrktarfélag hjartveikra barna
1998 FSBU – foreldrafélag sykursjúkra barna
1999 LAUF – landssamtök áhugafólks um flogaveiki
2000 Samtök barna með tourett heilkenni
2001 PKU – Samtök foreldra barna með efnaskiptasjúkdóma
2002 Foreldrafélag geðsjúkra barna og unglinga
2003 Einstök börn
2004 MND-félagið
2005 Foreldrafélag barna með axlaklemmu
2006 Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra
2007 SÁÁ-Stuðningur við börn alkóhólista
2008 BUGL
2009 Neistinn
2010 Fjölskylduhjálp Íslands
Sögu Meistarakeppni KKÍ má finna hér að neðan: