spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHilmar Smári við heimkomuna til Hauka "Skref áfram í mínum ferli"

Hilmar Smári við heimkomuna til Hauka “Skref áfram í mínum ferli”

Nú í hádeginu staðfestu nýliðar Hauka að þeir hefðu samið við þá Breka Gylfason úr ÍR og Hilmar Smára Henningsson úr Stjörnunni fyrir komandi átök í Subway deild karla. Báðir hafa leikmennirnir leikið áður fyrir félagið, Hilmar Smári síðast árið 2019, en Breki árið 2021.

Hilmar Smári lék á sínum tíma upp alla yngri flokka Hauka og með meistaraflokki félagsins. Áður en hann fór til Stjörnunnar 2021 lék hann einnig fyrir Þór Akureyri í efstu deild á Íslandi og Valencia á Spáni. Þá hefur hann einnig leikið 8 leiki fyrir landsliðið á síðustu árum, en hann er aðeins 21. árs gamall. Á síðasta tímabili með Stjörnunni var hann með 12 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar á 25 mínútum að meðaltali í leik í Subway deildinni.

Við undirskriftina fyrr í dag sagðist Hilmar Smári vera spenntur fyrir komandi tímabili og býst hann við að mikið mæði á honum þar sem hann verði í stóru hlutverki.

Viðtal / Stefán Þór

Fréttir
- Auglýsing -