ÍR-ingar komu í heimsókn í Toyotahöllina í kvöld í til Keflvíkinga og máttu þola 11 stiga tap 88-77 eftir að hafa verið aðeins 3 stigum undir í hálfleik í Iceland Express-deild karla. Keflvíkingar þurftu ekkert að sýna neinn stjörnuleik til að hafa sigur og má segja að kafli í þriðja fjórðung hafi orðið gestunum að falli.
Leikurinn fór hratt af stað og var Vilhjálmur Steinarsson funheitur fyrir gestina og skoraði fyrstu 9 stig þeirra. Hann hélt áfram og var komin með 15 stig í fyrsta fjórðung. Það var hinsvegar Gunnar Einarsson sem var heitur hjá heimamönnum og var komin með 13 stig á sama tíma. Staðan var jöfn í 25 stigum eftir fyrsta fjórðung og mikið vantaði uppá varnarleik liðanna þó svo að Keflvíkingar hafi bætt verulega í frá fyrstu mínútum leiksins.
Keflvíkingar hófu annan leikhluta í grimmri svæðisvörn sem virtist ætla að flækjast fyrir gestunum. En ÍR-ingar héldu áfram að finna glufur á vörn heimamanna. En hinsvegar var það sama uppá teningnum hinumegin og í raun skiptust liðin einfaldlega á að skora í öðrum fjórðung. Elentínus Margeirsson átti flott fade away skot til að loka hálfleiknum sem skilaði heimamönnum í þriggja stiga forystu.
Keflvíkinga hófu seinni hálfleik töluvert betur og eftir 5 mínútna leik höfðu þeir komið sér í 10 stiga forskot 62-52. Keflvíkingar voru skynsamir á þessum tíma og dældu boltanum inná Sigurð Þorsteinsson sem sallaði niður stigum á gestina. Hörður Axel sem að öllum óvörum var ekki í byrjunaliði Keflvíkinga var einnig kröftugur á þessum mínútum og sýndi hugguleg tilþrif með tveimur troðslum á skömmum tíma. Keflvíkingar leiddu með 8 stigum eftir fjórðungin.
Gestirnir náðu lítið að minnka muninn fyrstu 5 mínútur síðasta fjórðung leiksins og var svæðisvörn heimamanna að riðla sóknarleik ÍR sem einkenndist af einstaklingsframtaki frá leikmönnum. Gestirnir náðu að minnka munin niður í 6 stig þegar um 2 mínútur voru eftir en lengra komust þeir ekki.
Heimamenn unnu leikinn verðskuldað en ÍR liðið á meira inni og líkast til hefðu getað haldið leiknum í spennu allan tímann hefðu þeir leikið líkt og í fyrri hálfleik þar sem þeir voru með bullandi sjálfstraust. Lokastaðan 88-77 og Keflvíkingar hefja tímabilið á sigri eins og búist var við fyrir leik.
Mynd: Elentínus Margeirsson leysti stöðu leikstjórnanda framan af leik en það er staða sem kappinn hefur ekki leikið síðan á síðustu öld.