spot_img
HomeFréttirÍslendingaslagur í Solna: Hef aldrei mætt Íslending í atvinnumennsku!

Íslendingaslagur í Solna: Hef aldrei mætt Íslending í atvinnumennsku!

 
Fjórir leikir fara fram í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik og fer þar hæst viðureign Íslendingaliðanna Solna Vikings og Sundsvall Dragons. Logi Gunnarsson leikur með Solna en hann samdi við félagið í sumar. Karfan.is náði stuttlega í skottið á Loga í dag sem mætir þeim Hlyn Bæringssyni og Jakobi Erni Sigurðarsyni.
,,Það verður bara rosalega gaman að mæta félögum sínum í svona stórleik. Ég er að spila mitt níunda tímabil í atvinnumennskunni og hef aldrei mætt neinum Íslending á vellinum og Kobbi og Hlynur eru báðir góðir vinir mínir þannig að þetta verður stuð,“ sagði Logi en Solna er að leika sinn fyrsta deildarleik í kvöld líkt og Uppsala en þar á mála er KR-ingurinn Helgi Már Magnússon.
 
Uppsala mætir Jamtland á útivelli en Solna leikur á heimavelli gegn Sundsvall.

Leikur Solna og Sundsvall verður í beinni á netinu á http://www.svenskbaskettelevision.se/ – tilvalið að horfa á leikinn, smella svo á sig rauðu, hvítu og bláu andlitsmálningunni og styðja svo íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir Portúgal í kvöld.

Ljósmynd/ Í fyrsta sinn á níu ára löngum atvinnumannaferli er Logi Gunnarsson að leika gegn samlöndum sínum!

 
Fréttir
- Auglýsing -