spot_img
HomeFréttirSævaldur: Verðum að bæta í ef við ætlum að vera með í...

Sævaldur: Verðum að bæta í ef við ætlum að vera með í deildinni

 
,,Sóknarleikurinn gekk ekki neitt,“ sagði Sævaldur Bjarnason þjálfari Blika í leikslok. ,,Að skora fimm stig í einum leikhluta er mjög lélegt,“ sagði Sævaldur sem mátti þola annan Blikaósigurinn í röð í 1. deildinni þegar Þór Akureyri kom í Smárann og hafði betur 68-81.
 
,,Það tekur tíma fyrir okkur að slípast saman og þessi seinni hálfleikur hjá okkur var bara hrikalega lélegur. Við verðum samt bara að halda áfram, æfa og verða betri, það er ekkert flókið,“ sagði Sævaldur. Aðspurður hvort honum fyndist deildin jafnari en oft áður svaraði hann:
 
,,Ég held að hún verði bara mjög jöfn, það eru allir að vinna alla, Laugdælir vinna Skallagrím, Leiknir vinnur Hött fyrir austan, við liggum á heimavelli svo þetta er bara mjög jafnt og við verðum bara að bæta í ef við ætlum að vera með í þessari deild.“
 
Næsti deildarleikur Blika er 29. október gegn Skallagrím í Borgarnesi.
 
Fréttir
- Auglýsing -