spot_img
HomeFréttirHeimasigrar í leikjum kvöldsins

Heimasigrar í leikjum kvöldsins

Leikjum kvöldsins er nú lokið og unnust þeir allir á heimavelli. Snæfellingar voru sjóðandi heitir í fyrrihálfleik gegn KFÍ og skoruðu 79 stig en slökuðu aðeins á í þeim seinni og unnu 125-118 sigur. Í Garðabænum sigruðu heimamenn Njarðvíkinga 91-81 og í Seljaskóla unnu ÍR ingar uppgjör sigurlausu liðanna, 97-73 sigur á Tindastól.

 

Sean Burton var stigahæstur Snæfellinga með 29 stig en fjórir leikmenn Snæfells skoruðu 20 stig eða meira. Nebojsa Knezevic var atkvæðamestur Ísfirðinga með 25 stig.

Í Breiðholtinu var Nemanja Sovic sem var heitastur fyrir heimamenn með 28 stig en Josh Rivers og Dragoljub Kitanovic skoruðu 17 stig hvor fyrir Tindastól.

Justin Shouse skoraði 23 stig yfir Stjörnuna og nýji maðurinn í Njarðvíkurbúningnu, Chris Smith skoraði 29 fyrir þá grænu.

Nánar síðar….

Mynd: Tomaz

Fréttir
- Auglýsing -