spot_img
HomeFréttirEiríkur: Erum búnir að brjóta ísinn

Eiríkur: Erum búnir að brjóta ísinn

 
,,Við höfum verið helvíti nálægt sigrinum í síðustu leikjum en það vantaði alltaf herslumuninn og hvort við Kiddi séum þessi herslumunur skal ég ekki segja,“ mælti hógvær Eiríkur Önundarson eftir 97-73 sigur Breiðhyltinga á Tindastól í kvöld. Eiríkur átti ,,fullkominn“ leik í endurkomunni ef svo má að orði komast, 100% nýting í teignum, líka í þriggja, 2 fráköst og 2 stoðsendingar, enginn tapaður bolti. Eiríkur var að kæla á sér hægra hnéð þegar Karfan.is knúði dyra og ljóst að brotna hnéskelin lætur enn til sín spyrjast. 
,,Ef allir eru klárir erum við með tiltölulega djúpan hóp, vonandi er þetta bara komið því nú erum við búnir að brjóta ísinn og nú fer þetta að verða aðeins léttara hjá okkur á næstunni,“ sagði Eiríkur og bætti við að það væri á tandurtæru að ÍR ætti meira inni í þessari deild heldur en að vera í botnslag.
 
,,Við erum með hörkufínan og djúpan mannskap og auðvitað eru nokkrir nýjir svo við erum enn að púsla hlutunum saman en mér finnst þetta vera batnandi með hverjum leiknum hjá okkur,“ sagði Eiríkur en er hann orðinn alheill, 100% klár í slaginn.
 
,,Þegar maður mætir í búning þá er maður bara 100%, engar afsakanir. Annars getur maður bara verið uppi í stúku, en þetta er það skemmtilegasta við boltann, að fara í búning og spila og tala nú ekki um að vinna.“
 
Fréttir
- Auglýsing -