Þrír leikir fara fram í kvöld þegar fimmta umferð Iceland Express deildar karla rúllar af stað. Allir leikirnir í úrvalsdeild karla hefjast kl. 19:15. Snæfell mætir botnliði Tindastóls í Síkinu á Sauðárkróki og getur með sigri um stund tyllt sér á topp deildarinnar.
Njarðvík tekur á móti Hamri en Njarðvíkingar lágu í Ásgarði í síðustu umferð á meðan Hamarsmenn lögðu Keflavík í Hveragerði. Botnlið Tindastóls tekur svo á móti meisturum Snæfells í Síkinu, Stólarnir lágu gegn ÍR í Hellinum í síðustu umferð en Snæfell vann í stigaveisluleik gegn KFÍ í Stykkishólmi. Í Grafarvogi mætast Fjölnir og Haukar en Fjölnismenn töpuðu gegn KR í síðustu umferð og Haukar lágu gegn Grindavík að Ásvöllum.