Hópbílamót Fjölnis fer fram um helgina í Dalhúsum í Grafarvogi og í Rimaskóla og er fullbókað í mótið þar sem hátt í 600 keppendur munu taka þátt! Alls eru 85 lið skráð til leiks og verða leiknir tæplega 200 leikir um komandi helgi.
,,Eins og áður er skemmtunin í fyrirrúmi, þar sem auk körfuboltans er margt til gamans gert eins og að fara í bíó, sund og ekki má gleyma hinni vinsælu kvöldvöku undir stjórn Ragga Torfa. Mikil fjölgun hefur orðið hjá yngstu þátttakendunum en 40 lið í 8 ára og yngri taka þátt og eru margar verðandi körfuboltastjörnun að stíga sín fyrstu skref,“ sagði Gréta María Grétarsdóttir einn af skipuleggjendum mótsins í samtali við Karfan.is.
Allar nánari upplýsingar um mótið má nálgast á heimasíðu Fjölnis