Hópbílamótið 2010 fór fram um síðastliðna helgi í Dalhúsum í Grafarvogi og í Rimaskóla. Um 600 iðkendur voru skráðir til leiks á mótið sem urðu vitni að mögnuðum tilþrifum háloftafugla landsins þegar troðslukeppnin fór fram á kvöldvöku mótsins.
Þeir Semaj Inge, Ben Stywall, Tómas Tómasson og Ólafur Ólafsson glöddu mótsgesti með skemmtilegum tilþrifum sem sjá má hér á Youtube þökk sé Karli West Karlssyni og félögum.