spot_img
HomeFréttirHamar ósigraðar eftir háspennuleik í Keflavík (Umfjöllun)

Hamar ósigraðar eftir háspennuleik í Keflavík (Umfjöllun)

  Hamarsstúlkur gerðu sér lítið fyrir og lögðu meistaraefni Keflavíkur í Keflavíkinni íkvöld með 72 stigum gegn 69. Leikurinn var þó nánast allan tíman í höndum Keflavíkur en á loka kaflanum voru gestirnir sterkari og hirtu sigurinn. 
Leikurinn fór hægt af stað en fljótlega voru það Keflavíkurstúlkur sem komust í bílstjórasætið. Á köflum voru þær að spila hreint út sagt frábæran körfubolta og vörnin hjá þeim var aðalsmerkið. Þær létu gesti sína aldrei í friði og  í hálfleik leiddu þær með 10 stigum.  En Hamarsstúlkur fá þó prik fyrir að gefast aldrei upp. Þær litu í raun aldrei út fyrir að ætla sér neitt í þessum leik. Ekki fyrr en í loka leikhlutanum. Keflavík sem höfðu haft þessi 8 til 10 stig í forystu mest allan leikinn fóru að sýna fádæm mistök og voru á tímum að flýta sér allt of mikið. Þetta voru gestirnir ekki lengi að skynja og nýttu sér vel.  
 
Þegar um 5 mínútur voru eftir komust gestirnir yfir í stöðunni 59:61.  Þessi forysta hélst út leikinn þó svo að enda mínútan hafi verið æsi spennandi.  Jackie Adamshick kom Keflavík yfir þegar um 40 sekúndur voru eftir. Jaleesa Butler fór yfir og kom Hamar aftur yfir og skildi eftir um 15 sekúndur á klukkunni. Brotið var á Jackie hjá Keflavík þegar 7 sekúndur voru eftir og þessi 80% vítaskytta átti möguleika á að landa leiknum nánast fyrir Keflavík eða í það minnsta tryggja framlengingu. En að öllum óvörum brenndi hún af báðum vítunum og Hamarstúlkur náðu frákastinu og Jaleesa Butler tryggði svo sigurinn með vítum hinumegin. Pálína Gunnlaugsdóttir átti svo loka þriggjastiga skot í von um að jafna en sá bolti var aldrei á leiðinni í körfuna. 
 
Hamarsstúlkur því ósigraðar eftir 7 umferðir og einar á toppnum en Keflavík eru í öðru sæti með einn ósigur. 
 
 
Mynd: Thomaz
Texti: [email protected]
Fréttir
- Auglýsing -