Viðureign Fjölnis og Keflavíkur verður í beinni netútsendingu á heimasíðu Fjölnis en viðureign kvöldsins verður sannkölluð bræðrabylta þegar Hörður Axel Vilhjálmsson leikstjórnandi Keflavíkur mætir uppeldisfélaginu sínu Fjölni og hittir þar fyrir eldri bróður sinn Hjalta.
Útsendingu leiksins verður hægt að nálgast hér – þegar komið er inn á síðu Fjölnis er rúllað niður í botn vefsíðunnar og smellt á merki félagsins. Rétt eins og aðrir leikir hefst slagur Fjölnis og Keflavíkur kl. 19:15.