spot_img
HomeFréttirEggert hættur með Fjölniskonur!

Eggert hættur með Fjölniskonur!

 
Eggert Maríusson er hættur sem þjálfari Fjölnis sem leikur í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Steinar Davíðsson formaður körfuknattleiksdeildar félagsins staðfesti þetta við Morgunblaðið í gærkvöldi en þá stjórnaði Eggert sinni síðustu æfingu. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag (www.mbl.is ) 
Steinar sagði Eggert og stjórnarmenn hafa tekið ákvörðunina í sameiningu. Leit stendur yfir að nýjum þjálfara en þjálfarar karlaliðsins, Örvar Kristjánsson og Bjarni Magnússon munu stjórna liðinu í næsta leik liðsins.
 
Morgunblaðið / www.mbl.is
 
Ljósmynd/ Tomasz KolodziejskiEggert kveður Fjölniskonur á botni deildarinnar.
Fréttir
- Auglýsing -