Víkurfréttir birtu viðtal við Magnús Þór Gunnarsson í gær þar sem fram kemur að leikmaðurinn vonast til að vera með Njarðvíkingum gegn Keflavík í Iceland Express deild karla á mánudag. Magnús sem framan af leiktíð lék með Aabyhoj í dönsku úrvalsdeildinni segir því skilið við Dani og mun ganga til liðs við Njarðvíkinga.
,,Ég bíð bara eftir félagsskiptapappírunum frá Danmörku. Það á að ganga fyrir helgi þannig að ég geti mætt í Toyota-höllina með Njarðvikingum gegn mínum gömlu félögum í Keflavík,” sagði Magnús við Víkurfréttir. Í sama viðtali er einnig rætt við Sigurð Ingimundarson þjálfara Njarðvíkinga og Jón Guðlaugsson formann KKD UMFN.
Sjá viðtalið í heild sinni hér
Ljósmynd/ Grænt og hvítt fyrir Magnús, hérlendis sem erlendis.