spot_img
HomeFréttirSigmundur og Björgvin dæma fyrir FIBA Europe

Sigmundur og Björgvin dæma fyrir FIBA Europe

 
 
Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson, FIBA dómarar, eru á ferð og flugi næstu daga í verkefnum fyrir FIBA Europe. Í kvöld fer fram leikur TTT Riga frá Lettlandi gegn USO Mondeville frá Frakklandi Meistaradeild kvenna. Sigmundur Már Herbertsson hélt utan í gærmorgun til Lettlands og mun dæma þann leik sem aðaldómari í slagtogi við tvo aðra meðdómara. www.kki.is greinir frá.
Björgvin Rúnarsson heldur utan í dag og dæmir á fimmtudag leik Lemminkainen frá Litháen gegn Zeljeznicar frá Bosníu en leikurinn er í keppni Evrópubikars kvenna og fer fram í Litháen.
 
Fréttir
- Auglýsing -