Fresta varð leik 08 Stockholm og Boras Basket í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik eftir að langferðabíll Boras valt út af vegi nálægt Mjölby í gærkvöldi. Allir sem í rútunni voru fóru til athugunar á nærliggjandni sjúkrahúsi og nokkrir voru fluttir á brott með sjúkrabifreið.
Þjálfari Boras var fluttur á bráðamóttöku eftir slysið í gær ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins en þeir munu ekki vera alvarlega slasaðir.
Boras átti að leika gegn Hlyn Bæringssyni og Jakobi Sigurðarsyni í Sundsvall annað kvöld en leiknum hefur verið frestað.
Ljósmynd/ Liðsrúta sænska liðsins Boras Basket valt út af veginum við Mjölby í gærkvöldi.