spot_img
HomeFréttirÚrslit: Njarðvík sló bikarmeistarana út

Úrslit: Njarðvík sló bikarmeistarana út

 
Þá er ljóst hvaða lið munu skipa átta liða úrslitin í Poweradebikarkeppni karla þetta árið en þrír síðustu leikir 16 liða úrslitanna fóru fram í kvöld þar sem KR, Njarðvík og Tindastóll komust öll áfram.
Tindastóll skellti Keflavík í Toyota-höllinni 78-95 þar sem Hayward Fain fór mikinn með 29 stig og 14 fráköst en atkvæðamestur í liði Keflvíkinga var Valentino Maxwell með 26 stig.
 
KR átti ekki í vandræðum með Hamar, 99-74 lokatölur í Vesturbænum þar sem Brynjar Þór Björnsson gerði 25 stig fyrir KR-inga. Hjá Hamri var Andre Dabney með 16 stig.
 
Ríkjandi bikarmeistarar Snæfells eru úr leik eftir 97-98 ósigur gegn Njarðvíkingum í sannkölluðum spennuslag. Christopher Smith gerði 29 stig og tók 13 fráköst í liði Njarðvíkinga en hjá Hólmurum var Ryan Amoroso með 28 stig og 14 fráköst.
 
8 liða úrslitin líta svona út:
 
Skallagrímur, Fjölnir, Grindavík, Haukar, Laugdælir, KR, Njarðvík og Tindastóll
 
Nánar síðar…
Ljósmynd/ Guðmundur Jónsson gerði 21 stig í sigurliði Njarðvíkinga í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -