spot_img
HomeFréttirHaukur með fimm stig í naumu tapi Maryland

Haukur með fimm stig í naumu tapi Maryland

 
Haukur Helgi Pálsson og félagar í bandaríska háskólaliðinu Maryland töpuðu naumlega í nótt gegn Temple skólanum 64-61. Haukur fékk 12 mínútur til þess að spreyta sig í leiknum og náði að setja niður fimm stig.
Haukur var ekki með í síðasta leik Maryland þar sem hann hafði fengið högg á læri en kappinn var fljótur að jafna sig og skoraði 5 stig í nótt í tapleiknum. Eins og fyrr greinir fékk Haukur að leika í 12 mínútur og var auk þess með 2 fráköst.
 
Næsti leikur Maryland er gegn UNC Greensboro í College Park, heimavelli Maryland. Næstu fimm leikir eru reyndar á heimavelli Maryland áður en liðið mætir Duke á útivelli á nýju ári.
 
Ljósmynd/ Haukur sækir að körfu Temple í nótt
 
Fréttir
- Auglýsing -