Fyrrum liðsmaður Keflavíkur, A.J. Moye, sem fékk heilablóðfalla á dögunum eftir samstuð á æfingu með þýska liðinu Deutsche Bank Skyliners er kominn í endurhæfingu. Samkvæmt skilaboðum frá liðinu kveðst Moye hafa það fínt um þessar mundir.
Hinn 28 ára gamli Moey fékk heilablóðfall seint í nóvembermánuði og voru tíðindin að utan nokkuð drungaleg en samkvæmt frétt á Yahoo hófst endurhæfing Moye þann 29. nóvember síðastliðinn eða fyrir sléttri viku.