spot_img
HomeFréttirHamarskonur fara ósigraðar í jólafrí

Hamarskonur fara ósigraðar í jólafrí

 
Hamar tók í kvöld á móti botnliði Iceland Express deildarinnar, Grindavík, í Hveragerði. Athygli vakti í upphafi að Jaleesa Butler var ekki í byrjunarliðinu heldur var Regína Ösp Guðmundsdóttir sem tók sæti hennar þar.
Grindavík var yfir eftir 1. leikhluta 20-16 en Hamar voru 7 stigum yfir í hálfleik 35-28. Grindavíkurliðið tapaði mörgum boltum í 2. leikhluta þar sem að Hamarsstúlkur komust inn í sendingarnar.
 
Grindavíkurstúlkur voru í hælunum á gestgjöfunum allan seinni hálfleikinn en virtust ekki nægilega ákveðnar að komast yfir. Staðan eftir 3. leikhluta var 53-51 og vann Hamar loks 7 stiga sigur, 78-71.
 
Það var Jaleesa Butler sem var atkvðamest í liði hamars með 23 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Slavica Dimovska gerði 16 stig, Kristrún Sigurjónsdóttir 11 og Íris Ásgeirsdóttir 10. Fanney Lind Guðmundsdóttir var með 8 stig, Guðbjörg Sverrisdóttir 6 og Jenný Harðardóttir 4.
 
Hjá Grindavík var það Crystal Ann Boyd sem var allt í öllu, með 29 stig og 11 fráköst. Berglind Anna Magnúsdóttir gerði 15 stig og Helga Hallgrímsdóttir gerði 14 stig og 11 fráköst. Agnija Reke gerði 11 stig, 11 fráköst, 11 stoðsendingar en tapaði hvorki fleiri né færrum en 13 boltum. Harpa Hallgrímsdóttir gerði 2 stig.
 
Ljósmynd/ Úr safni: Fanney Lind skoraði 8 stig fyrir topplið Hamars í kvöld.
 
Pistill: Jakob F. Hansen
Fréttir
- Auglýsing -