L.A. Clippers lögðu Chicago að velli nótt 99-100. Var þetta annar útisigur L.A. Clippers í vetur og annar sigur liðsins í röð. Derrick Rose gat jafnað leikinn á vítalínunni þegar 0.8 sekúndur voru eftir en brást bogalistin.
Hinn magnaði troðari Blake Griffin var með 29 stig og 12 fráköst fyrir Clippers en hjá Chicago skoraði Derrick Rose 34 stig.
Miami eru komnir með 12 stigurleiki í röð alveg eins og Boston en í nótt unnu þeir Washington með einu stigi 94-95. Miami var undir allan leikinn en komust yfir á lokasekúndum með tveimur vitaskotum frá Dwayne Wade. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Miami og hjá Washington var Nick Young með 30 stig.
Úrslit leikja:
Chicago-LA Clippers 99-100
Washington-Miami 94-95
Orlando-Philadelphia 89-97
Cleveland-New York 109-102
Milwaukee-Utah 86-95
San Antonio-Memphis 112-106
Denver-Minnesota 115-113
Portland-Golden State 96-95
Mynd: Blake Griffin getur meira en að troða og setti einn þrist spjaldið ofaní í nótt.