spot_img
HomeFréttirIngu og Sade sagt upp í Hólminum

Ingu og Sade sagt upp í Hólminum

 
Tveimur leikmönnum kvennaliðs Snæfells hefur verið sagt upp samningi en þær Inga Muciniece og Sade Logan munu ekki mæta í Hólminn á nýju ári vegna þess. www.snaefell.is greinir frá þessu í dag. 
Leit stendur yfir að einum erlendum leikmanni í kvennaliðið en ákveðið hefur verið að fara sér hægt í þeim efnum og gera vel á þessum tímum og spurning hvort það náist fyrir fyrsta leik liðsins 5. janúar gegn Fjölni eða ekki.
 
Sade Logan gerði 12,7 stig og tók 4,9 fráköst að meðaltali í leik en Inga Muciniece var með 11,27 stig og 10,27 fráköst að meðaltali í leik.
 
Ljósmynd/ Þorsteinn Eyþórsson: Breytingar liggja fyrir í Hólminum, miðherjinn Inga hefur leikið sinn síðasta leik með Snæfell.
 
Fréttir
- Auglýsing -