Ragna Margrét Brynjarsdóttir hefur verið valinn fyrirliði meistaraflokks liðs Hauka í körfu þar sem nú er ljóst að Telma Fjalarsdóttir sem verið hefur fyrirliði liðsins verður ekki meira með liðinu á þessu keppnistímabili vegna anna í vinnu. www.haukar.is greina frá.
Ragna Margrét hefur verið lykilimaður í liði meistaraflokks kvenna mörg undanfarain ár þó hún sé einungis 20 ára. Með fyrirliðastöðunni tekur hún því nú enn meiri ábyrgð á sig innan sem utan vallar sem þjálfari liðsins og meistaraflokkráð kvenna eru viss um að hún muni standa vel undir.
Ragna Margrét fékk einnig dögunum viðurkenningu ÍBH fyrir góðan árangur í körfuknattleik á árinu.
Ragna Margrét hefur einnig verið útnefnd körfuknattleiks kona Hauka