spot_img
HomeFréttirÚrslit: Blikar skelltu Laugdælum

Úrslit: Blikar skelltu Laugdælum

 
Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í gærkvöldi þar sem Breiðablik burstaði Laugdæli og FSu hafði betur gegn Leikni í spennuleik. Eftir sigurinn í gær er Breiðablik í 5. sæti deildarinnar með 10 stig og FSu í 2. sætinu með 16 stig.
Breiðablik 117-68 Laugdælir
Sjö leikmenn Blika gerðu 10 stig eða meira í leiknum. Þeirra atkvæðamestur var Nick Brady með 30 stig. Hjá Laugdælum var Jón H. Baldvinsson með 25 stig og 11 fráköst.
 
FSu 74-72 Leiknir
Valur Orri Valsson gerði 26 stig í liði FSu en hjá Leikni voru þeir Sverrir Ingi Óskarsson og Helgi Davíð Ingason báðir með 22 stig. Það var Valur Orri sem gerði sigurstig leiksins af vítalínunni þegar 12 sekúndur voru eftir og Guðmundur Auðunn Gunnarsson varði lokaskot Leiknismanna. Þess má geta að Richard Fields hefur yfirgefið herbúðir FSu þar sem hann fékk samning erlendis.
 
Þá var viðureign Skallagríms og Hattar frestað sökum veðurs og fer leikurinn fram í dag kl. 14:00.
 
MyndNick Brady gerði 30 stig fyrir Blika í gær.
 
Fréttir
- Auglýsing -