Ljóst eru hvaða lið leika í undanúrslitum í Poweradebikarkeppni kvenna en einn leikur er eftir í Poweradebikarkeppni karla. Fimm bikarleikir fóru fram í dag þar sem karlalið Hauka, Tindastóls og KR komust í undanúrslit og kvennalið Keflavíkur og Hamars komust áfram.
Poweradebikar karla:
KR 82-74 Fjölnir
Haukar 98-84 Njarðvík
Semaj Inge með þrumuþrennu, 18 stig, 14 fráköst og 14 stoðsendingar. Hjá Njarðvík var Christopher Smith með 36 stig og 12 fráköst.
Tindastóll 72-48 Skallagrímur
Hayward Fain með 15 stig fyrir Stólana og Darrell Flake með 17 stig og 11 fráköst fyrir Skallagrím.
Poweradebikar kvenna:
Keflavík 78-61 Grindavík
Jaquline Adamshick með 34 stig og 15 fráköst fyrir Keflavík og hjá Grindavík var Lilja Sigmarsdóttir með 18 stig.
Snæfell 71-94 Hamar
Jaleesa Butler gerði 29 stig og tók 15 fráköst í liði Hamars. Hjá Snæfell var Monique Martin með 36 stig og 14 fráköst.
Liðin í undanúrslitum í Powerade kvenna:
Njarðvík, KR, Keflavík og Hamar
Liðin í undanúrslitum í Powerade karla:
KR, Tindastóll, Haukar og Grindavík eða Laugdælir
Nánar síðar…
Mynd/ Semaj Inge tætti Njarðvíkinga í sig í kvöld.