Breiðablik og Keflavík mættust í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi í bikarkeppni 10. flokks kvenna. Tomasz Kolodziejski gerði sér ferð í Smárann og splæsti í veglegt myndasafn frá leiknum sem Keflavík vann 40-55 og eru þar með komnar áfram í bikarnum.
Sigur Keflvíkinga var nokkuð öruggur í gær, fyrri hálfleikurinn var reyndar spennandi þar sem Keflavík var þó skrefi á undan. Í 3. leikhluta komust Keflvíkingar á skrið og lögðu grunninn að sigrinum með sterkri pressuvörn.