spot_img
HomeFréttirAllt að verða vitlaust í Slóveníu: 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar að hefjast

Allt að verða vitlaust í Slóveníu: 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar að hefjast

 
Miðvikudaginn 19. janúar næstkomandi hefst keppni í undanriðlum í meistaradeild Evrópu í körfuknattleik. 16 lið eru komin áfram og miðarnir renna út eins og heitar lummur en slóvenska liðið Union Olimpija seldi 32.000 miða á aðeins 20 mínútum og því uppselt á alla þrjá heimaleiki liðsins í undanriðlunum! 
Undanriðill Olimpija er ekkert slor enda ríkjandi Evrópumeistarar Barcelona með þeim í riðli ásamt Maccabi Electra og gömlu félögum Jóns Arnórs Stefánssonar í Lottomatica Roma.
 
Fyrir þessa leiktíð tóku Olimpija í notkun nýja leikhöll sem ber nafnið Stozice Arena og tekur hún um 13.000 manns í sæti. Forráðamenn Olimpija lofa áhorfendum einnig glæstum sýningum á meðan undanriðillinn fer fram.
 
Stuðningsmenn Olimpija verða þó að halda aðeins í sér andanum um stundarsakir því liðið hefur leik á útivelli gegn Lottomatica Roma þann 20. janúar.
 
Undanriðlarnir:
 
E-riðill:
Panathinaikos
Caja Laboral
Unicaja
Lietvous Rytas
 
F-riðill:
Maccabi Electra
Union Olimpija
Lottomatica Roma
Barcelona
 
G-riðill:
Montepaschi Siena
Real Madrid
Efes Pilsen
Partizan
 
H-riðill:
Olympiacos
Fenerbache Ulker
Zalgiris Kaunas
Valencia
 
Fyrstu leikir undanriðlanna eru 19. janúar og mætast þá eftirfarandi:
 
Lietvous Rytas – Panathinaikos
Efes Pilsen – Montepaschi
Real Madrid – Partizan
Valenci – Zalgiris
 
Mynd/ Stozice Arena í Slóveníu verður smekkfull í undanriðlunum.
 
Fréttir
- Auglýsing -