Pavel Ermolinskij var með risavaxna þrennu í kvöld þegar KR lagði Hamar og landaði þar sjöunda deildarsigri sínum í röð í DHL-Höllinni. Vesturbæingar eru því ósigraðir á heimavelli, rétt eins og góð lið þurfa að vera eins og Pavel komst að orði við Karfan.is eftir leik.
Pavel gaf 16 stoðsendingar í leiknum og setti þar með met í deildinni þetta tímabilið. Sjá viðtalið við Pavel hér.