Helgi Magnússon skoraði 12 stig þegar Uppsala vann Boras í sænsku deildinni. Helgi sem var í byrjunarliði Uppsala tók einnig 11 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.
Helgi hitti mjög vel í leiknum en hann nýtti 2 af 3 teigskotum sínum. Bæði þriggja-stiga skotin hans rötuðu ofaní ásamt báðum vítaskotunum hjá honum. Ágætis nýting það.
Eftir sigurinn er Uppsala í 5. sæti með 12 sigurleiki og 9 tapleiki.
Mynd: Helgi Magnússon var flottur í sigri Uppsala.