spot_img
HomeFréttirEyðimerkurganga UTPA á enda

Eyðimerkurganga UTPA á enda

 
María Ben Erlingsdóttir og félagar í UTPA lönduðu sigri um helgina í bandarísku háskóladeildinni og var sá sigur kærkominn enda liðið búið að tapa fimm leikjum í röð áður en þessi sigur vannst.
María skoraði sex stig í leiknum á 10 mínútum og þá tók hún eitt frákast. Með sigrinum komst UTPA upp af botninum í Great West Conference og hafa nú unnið einn leik og tapað tveimur. Næsti leikur liðsins er á útivelli þann 27. janúar n.k. gegn North-Dakota skólanum.
 
Fréttir
- Auglýsing -