spot_img
HomeFréttirMyndbrot: Rannveig þefar uppi samherjana

Myndbrot: Rannveig þefar uppi samherjana

 
Cape Fear Academy vann öruggan sigur á Costal Christian skólanum á dögunum. Rannveig Ólafsdóttir leikur með Cape Fear miðskólanum og hefur þar skipað sér stóran sess innan liðsins. Á myndbrotinu sem fylgir fréttinni má sjá Rannveigu kveikja á radarnum og gefa tvær góðar stoðsendingar.
Cape Fear vann leikinn gegn Costal Christian 27-53 og hefur liðinu gengið vel á nýja árinu, unnu tvo leiki til viðbótar eftir Costal Christian leikinn en máttu sætta sig við tap á útivelli þann 21. janúar síðastliðinn gegn Fayetteville Christian School en með karlaliði þess skóla leikur Oddur Ólafsson.
 
Rannveig var svo aftur á ferðinni í nótt þegar Cape Fear lék gegn Fayetteville Academy en úrslit leiksins eru ekki komin inn á skólasíðu Cape Fear.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -