Topplið Hamars í Iceland Express deild kvenna vann sinn fimmtánda deildarleik í röð í kvöld þegar Haukar komu í heimsókn. Hamarskonur eru því á toppi A-riðils með 30 stig og halda áfram að lengja í félagsmeti sínu enda besti frammistaða kvennaliðs Hamars í sögu félagsins. Lokatölur í Hveragerði í kvöld voru 71-62 Hamri í vil.
Heildarskor:
Hamar: Slavica Dimovska 18/5 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Jaleesa Butler 15/15 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/6 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 8/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 3/7 fráköst, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Jenný Harðardóttir 0, Kristrún Rut Antonsdóttir 0, Rannveig Reynisdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Adda María Óttarsdóttir 0.
Haukar: Kathleen Patricia Snodgrass 25/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/7 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/9 fráköst, Íris Sverrisdóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Þórunn Bjarnadóttir 3, Guðrún Ósk Ámundardóttir 2, Margrét Rósa Hálfdánardótir 2, Lovísa Björt Henningsdóttir 0/6 fráköst, Sara Pálmadóttir 0, Auður Íris Ólafsdóttir 0.
Ljósmynd/ Sævar Logi Ólafsson: Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 17 stig í kvöld gegn gamla liðinu sínu Haukum.