Höttur tryggði sér í gærkvöldi sæti í Subway deildinni á komandi leiktíð með 3-0 sigri á Álftanesi í úrslitaeinvígi fyrstu deildar karla. Höttu mun því fylgja Haukum upp í Subway deildina, en Haukar höfðu einnig tryggt sig upp með því að vinna deildarkeppni fyrstu deildarinnar.
Eftir leik staðfesti þjálfari Hattar Viðar Örn Ágústsson að lykilleikmaður þeirra í vetur Timothy Guers myndi halda áfram með liðinu og taka slaginn með þeim í Subway deildinni á komandi leiktíð.
Timothy lék 33 leiki fyrir Hött í vetur og var að meðaltali næst framlagshæsti leikmaðu fyrstu deildarinnar með 29 framlagsstig í leik, en hann skilaði 23 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik í deildar og úrslitakeppni.
Mynd / Höttur FB