spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR í 2. sætið eftir öruggan sigur í Njarðvík

Úrslit: KR í 2. sætið eftir öruggan sigur í Njarðvík

 
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld þar sem sjóðheitir KR-ingar komust í 2. sæti deildarinnar með 71-91 sigri í Ljónagryfjunni í Njarðvík. KR hefur nú 26 stig í 2. sæti deildarinnar en Snæfell er sem fyrr á toppnum með 28 stig. Þá varð að fresta aftur viðureign KFÍ og Hamars sökum veðurs og munu liðin mætast föstudaginn 18. febrúar næstkomandi.
Úrslit kvöldsins í IEX karla:
 
Njarðvík 71-91 KR
Marcus ,,byssukúla” Walker gerði 21 stig í liði KR og Pavel Ermolinskij bætti við 19 stigum, 9 fráköstum og 9 stoðsendingum. Hjá Njarðvíkingum var Jóhann Árni Ólafsson líflegastur með 19 stig og Páll Kristinsson átti spretti með 11 stig og 11 fráköst.
 
Tindastóll 78-90 Stjarnan
Stjarnan batt enda á sex leikja heimasigurgöngu Stólanna í kvöld. Justin Shouse fann fjölina fyrir Garðbæinga með 27 stig en hjá Tindastól var Friðrik Hreinsson með 20 stig.
 
ÍR 104-86 Haukar
Kelly Beidler fór á kostum í liði ÍR með 34 stig og 13 fráköst en hjá Haukum var Semaj Inge með 20 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar.
 
Sautjándu umferð er því ekki lokið þar sem KFÍ og Hamar eiga enn eftir að mætast.
 
Nánar síðar…
 
Mynd/ Marcus Walker og félagar í KR eru á mikilli siglingu um þessar mundir.
 
Fréttir
- Auglýsing -